Haldin var vinnustofa um saltfisk á vegum Matís þann 30. apríl 2019. Vinnustofuna sóttu nokkrir saltfiskframleiðendur, matreiðslumeistarar og sextán nemar við matreiðslunám Menntaskólans í Kópavogi (MK).  Markmið vinnustofunnar var að gera saltfiski hærra undir höfði, kynnast eiginleikum saltfisks, sögu og menningu, meta stöðuna eins og hún er, velta upp tækifærum og hindrunum og skiptast á skoðunum og reynslu af saltfisk. Hér má sjá dagskrá vinnustofunnar, fyrirlestra og myndir af vinnustofunni.

 • Dagskrá:
 • 10:00 – Velkomin, Kolbrún Sveinsdóttir
 • 10:05 – Saga, hefðir og menning tengd saltfiski, Sigurjón Arason
 • 10:15 – Verkunaraðferðir, mismunandi tegundir saltfisks og útvötnun, Sigurjón Arason
 • 10:30 – Skynrænir eiginleikar saltfisks sem þarf að þekkja, Aðalheiður Ólafsdóttir
 • 10:40 – Kokkar fá að smakka mismunandi tegundir af saltfiski og læra að þekkja einkenni þeirra
 • 11:20 – Nemendur kynna sjávarrétti
 • 12:00 – Hádegismatur
 • 12:30 – Þátttakendum skipt upp í vinnuhópa. Vinnuhópar fara alls á fjórar stöðvar.
 • 13:30 – Kynningar og umræður um niðurstöður vinnuhópa og nemendakynningar
 • 14:00 – Lok vinnustofu