Satt (Icelandair Hotel Natura)


Ofnbakaður saltfiskur með ólífutapenade, tómat  og bakaðri kartöflumús.

Oven baked salted cod with olive tapenade, tomato and roasted mashed potatoes.

Verð / Price: 2900 KR.


Satt er eldhúsið þitt að heiman, notalegt, ferskt og fallegt. Við matreiðum fyrir þig frá grunni af alúð og innlifun úr besta mögulega hráefni og við kunnum sannarlega að gera úr því lostæti. Besta fæðan er yfirleitt sú sem er skammt undan og við vitum upp á hár hvaðan hráefnið okkar kemur. 

Við byggjum á gömlum, góðum hefðum og færum þær til nútímans í léttri og hollri matargerð þar sem ferskleiki og bragðgæði hráefnisins fá að njóta sín umvafin ilmandi kryddjurtum. 

Satt er með lifandi starfsemi allan daginn og býður jafnt hótelgesti sem og aðra gesti velkomna í morgunverð, hádegisverð, kaffi og kvöldverð. Einnig erum við með glæsilegt bröns hlaðborð um helgar. Leyfðu bragðlaukunum að koma í Satt ævintýri.

Stórt langborð, svokallað “Communal table”, er fyrir þá sem vilja hittast saman í hópi eða eru einir og ófeimnir við að spjalla við ókunnuga. Við “Communal table” nýtur þú matarins í þakklæti með öðrum, kynnist fólki og blandar geði við heimamenn.


Satt (Icelandair Hotel Natura)

Opnunartími: 11:30-22:00 (Satt matseðill)

Vefsíða

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Scroll to Top