Krauma

Bakaður saltfiskur með kartöflugratíni, tómat-hvítlauks confit, ertu og koriandermús, parmaskinku og sætkartöfluflögum.

Oven baked salted cod, potato gratin, tomato garlic confit, pea and coriander puree, parma ham and sweet potato flakes.

Verð / Price: 3400 KR.


Skammt norðan Deildartunguhvers standa Krauma – náttúrulaugar. Náttúrulaugarnar innihalda hreint og tært vatn, beint úr Deildartunguhver sem kælt er með vatni undan öxlum Oks. Laugarnar eru sex talsins, fimm heitar og ein köld. Engum sótthreinsandi efnum er bætt í vatnið, heldur er hreinleiki þess tryggður með mjög miklu vatnsrennsli í laugarnar.

Búningsklefarnir rúma 100 manns og eru með læstum skápum. Í klefunum eru rúmgóð snyrtiborð með stórum speglum og góðri lýsingu. Veitingastaðurinn rúmar 70 manns í sæti og annað eins á útisvæði. Lögð er áhersla á ferskt hráefni úr héraði.

Í aðalbyggingu er veitingastaður með fullbúnu eldhúsi sem rúmar 70 manns í sæti og 60 á palli utandyra þegar veður leyfir. Á veitingastaðnum er lögð áhersla á ferskt hráefni úr héraði með áherslu á hraða og gæði. Við bjóðum upp á létta rétti ásamt kaffi og meðlæti.

KRAUMA KAUPIR HRÁEFNI FRÁ BÆNDUM OG FYRIRTÆKJUM Í BORGARBYGGÐ: Tómatar og gulrætur frá Víðigerði. Salat, kryddjurtir og jarðarber frá Sólbyrgi. Grænkál frá Grænagarði. Gúrkur frá Laugarlandi. Geita kjöt frá Háafelli. Laufeyjarísinn frá Brekkukoti. Laxinn frá Eðalfiski. Nautakjötið í hamborgarana frá Mýranauti. Bjórinn frá Steðja.


Krauma

Deildartunguhver, 320 Reykholt

Opnunartími: 11:00-21:00

Vefsíða

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Scroll to Top