Kaffivagninn

Pönnusteiktur saltfiskur með parmesan, basil, tómat og ætiþistlum.

Fried salted cod with parmesan, basil, tomato and artichokes.

Verð / Price: 2990 KR.


Kaffivagninn var stofnaður árið 1935 af Bjarna Kristjánssyni og stóð þá á Ellingsenplaninu sem er á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu, á þessum tíma var Kaffivagninn vörubíll með yfirbyggðum palli. Fram yfir stríðsárin var Kaffivagninn í eigu Bjarna sem rak hann allan tímann.

Með nýjum eigendum hefur 21. öldin rutt sér til rúms inn á elsta starfandi veitingastað Reykjavíkur en Kaffivagninn er nú í fyrsta sinn kominn með vínveitingaleyfi og er farinn að bjóða upp á kaffidrykki og te í miklu úrvali frá fyrirtækinu Te & kaffi. Um síðsumar 2014 var ráðist í framkvæmdir og glæsilegur pallur byggður við austurgafl Kaffivagnsins með útsýni yfir höfnina og Hörpu.

Guðrún Ingólfsdóttir keypti vagninn af Bjarna í byrjun sjötta áratugs síðustu aldar þá var Kaffivagninn staðsettur vestur á Grandagarði í formi lítils húss á steinhjólum. Í húsinu komust 10-15 manns fyrir í einu við bekki út við gluggana. Á þessum árum var Reykjavík stærsta verstöð landsins og var oft vakað við löndun og fiskvinnslu allan sólarhringinn í Vesturhöfninni. Kaffivagninn opnaði eldsnemma á morgnanna á þessum árum og lögðu sjómenn og hafnarverkamenn leið sína þangað. Guðrún kom upp fyrsta björgunarhringnum í tengslum við Kaffivagninn, þar var einnig eini síminn á Grandanum lengi vel og margir komu til að hringja.


Kaffivagninn

Grandagarði 10, 101 Reykjavík

Opnunartími: 07:30-21:00 alla virka daga og 09:30-21:00 um helgar

Vefsíða

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Scroll to Top